Nú fást Sēkan Studio rúmfötin inn á Sekanstudio.is

Skilmálar

Blank Reykjavik

 

Skilmálar

Blank Reykjavík tekur ekki ábyrgð á innsláttarvillum eða röngum upplýsingum sem birtar eru á vefnum. Þá eru meðtalin verð og vörulýsingar. Blank Reykjavík áskilur sér rétt til að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vöru eða vörutegundir í heild án fyrirvara.

Afhending vöru

Blank Reykjavík notast við sendingarþjónustu Dropp sem afgreiðir vörur á 1-2 virkum dögum eftir að pöntun á sér stað. Pantanir eru afgreiddar eins fljótt og kostur er, oft samdægurs. Verð eru birt með fyrirvara um myndabrengl eða prentvillur.

Verð á vöru og sendingarkostnaður

Öll verð í netverslunni eru sýnd í íslenskum krónum (ISK) og með inniföldum 24% virðisaukaskatti.

Um droppsendingar gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Dropp. Blank Reykjavík ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að hún er send til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda eða flutningsaðila. 

Viðskiptavinir geta ekki neitað móttöku sendingar og þar með hætt við pöntun, án þess að koma því á framfæri við Blank Reykjavík ehf.

Blank Reykjavík áskilur sér rétt til að afgreiða ekki pöntun sé vara uppseld og eða breyting verði á vöruframboði og verði. Í þeim tilfellum verður haft samband við kaupanda sem hefur þá val um endurgreiðslu eða val á annarri vöru.

Sendingarkostnaður bætist við í greiðsluferlinu sé valin Dropp afhendingastaðir eða heimsending. Ef vara er ekki sótt innan þriggja mánaða frá því að hún er pöntuð fer varan aftur í sölu.

Greiðslumöguleikar

Hægt er að greiða fyrir vörur í vefversluninni með eftirfarandi hætti:

Blank Reykjavík ehf. notar örugga greiðslugátt frá Aur, Netgíró og Verifone. Hægt er að greiða með öllum helstu greiðslukortum og debetkortum. Þegar greiðsla hefur verið framkvæmd og staðfesting borist Blank Reykjavík ehf., verður staðfestingarpóstur sendur til kaupanda og þar með eru viðskiptin staðfest.

Að skipta og skila vöru

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn framvísun sölureiknings sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu ástandi og í upprunalegum umbúðum. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar.

Ekki er hægt að skipta eða skila vöru sem keypt var á útsölu/afslætti. Ef þú vilt skipta vöru vinsamlegast hafðu samband við okkur í tölvupósti:blankreykjavik@blankreykjavik.is eða inn á samfélagsmiðlum: @blankreykjavik.

Ef kaupandi vill ekki skipta vörunni fyrir aðra vöru getur hann fengið endurgreitt. 

Upphæð endurgreiðslu skal vera sú sem kemur fram á pöntunarstaðfestingu þó eru flutnings- og póstburðargjöld ekki endurgreidd. Kaupandi greiðir sjálfur flutningskostnað fyrir vörur sem er skipt/skilað. 

Blank Reykjavík ehf. greiðir ekki fyrir móttökugjald ef að pöntuninni er skilað til baka.

Gölluð vara

Ef svo óheppilega vill til að vara reynist gölluð, skal viðskiptavinur hafa samband við Blank Reykjavík ehf. innan við 4 vikum frá kaupum. 

Blank Reykjavík ehf. tekur inn gallaðar vörur í öllum tilvikum, en áskilur sér rétt til að hafna kvörtunum vegna vara sem ekki hafa verið meðhöndlaðar rétt. Vinsamlega sendið okkur tölvupóst á blankreykjavik@blankreykjavik.is titlað „gölluð vara“. Tölvupósturinn skal innihalda pöntunarnúmer ásamt lýsingu á gallanum og mynd. Sé vara gölluð er viðskiptavini boðin ný vara.

Eignarréttarfyrirvari

Seldar vörur eru eign seljanda þar til kaupandi hefur greitt kaupverð að fullu.

Afslættir og tilboð

Blank Reykjavík ehf. getur tímabundið boðið kynningarverð og afslátt, með eða án kynningarkóða. Ekki er hægt að bæta við afslætti í pöntun eftir að hún er staðfest. þess vegna þarf að tryggja að allar upplýsingar um slíkt séu skráðar áður en pöntun er staðfest og greidd.

Blank Reykjavík ehf. áskilur sér rétt til að afturkalla afslátt, kynningarverð eða kynningarkóða hvenær sem er.

Afslættir og afsláttarkóðar (kóði) gilda ekki fyrir vörur sem eru á tilboði fyrir eða með öðrum tilboðum.

Ánægja viðskiptavina

Við leggjum mikið upp úr ánægju viðskiptavina okkar. Ef það er eitthvað sem þú ert óánægð/ur með endilega hafðu samband, við viljum alltaf leysa vandamálin sem fyrst og eins fljótt og hægt er. Sé varan gölluð eða ef kaupandi er óánægður með vöruna hvetjum við kaupanda til að hafa samband við okkur í tölvupósti: blankreykjavik@blankreykjavik.is

Höfundaréttur og vörumerki

Allt efni á netsíðunni blankreykjavik.is eins og texti, grafík, lógó, hnappar, táknmyndir, myndir og hugbúnaður er í eigu Blank Reykjavík ehf. Því er öll notkun á efni af vefsíðunni óheimil eða háð leyfi frá eiganda þess.

Persónuvernd og trúnaður 

Blank Reykjavík heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Þessar upplýsingar eru eingöngu aðgengilegar Blank Reykjavík og fyrirtækinu sem sér um að taka á móti greiðslum, þeim verður ekki undir neinum kringumstæðum dreift til þriðja aðila. 

Um smákökur (cookies)

Það eru tvær tegundir af smákökum. Önnur geymir textaskrá í ákveðinn tíma, tilgangur hennar er t.d. að segja þér hvað hefur gerst frá því þú heimsóttir síðuna síðast. Hin tegundin er svokölluð session cookie, sem hefur ekki dagsetningu. Textaskráin er vistuð tímabundið, á meðan þú ert á vefsíðu og gæti t.d. hjálpað til við að muna tungumálið sem þú ert að nota. Um leið og vafranum er lokað, eyðist textaskráin.

Á Blankreykjavik.is notum við smákökur til að halda utan um það hvað þú hefur sett í vörukörfuna. Við notum líka smákökur til að halda utan um tölfræði og til að hjálpa við þróunvefsíunnar. Þeim upplýsingum er safnað í samstarfi við þriðja aðila.

Bókhaldsgögn

Bókhaldsgögn okkar eru vistuð í samræmi við öryggiskröfur persónuverndarlaganna og laga um færslu bókhalds og varðveislu þess. Geymsla og vistun slíkra upplýsinga miðast við lög þess efnis.

Lög um varnarþing:

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.